Stýrihópur mennta- og menningarmálaráðherra um þingsályktun um afgerandi lagalega sérstöðu Íslands varðandi tjáningar- og upplýsingafrelsi

Á þessari vefsíðu er að finna afrakstur af starfi stýrihóps sem mennta- og menningarmálaráðherra skipaði í tilefni af ályktun Alþingis um að Ísland skapi sér af­ger­andi laga­lega sér­stöðu varðandi vernd tján­ing­ar- og upp­lýs­inga­frels­is. Á síðunni er að finna öll þau gögn og afurðir sem hann hefur unnið með og samið, ásamt niðurstöðum hópsins og fundargerðum allra funda hans. Þá má einnig finna þar afrit af verkefnavef hópsins.